Tjaldsvæði

Tjaldsvæði í Herjólfsdal

Innifalið í miðaverði er tjaldstæði í Herjólfsdal.
Tjöldun á golfvellinum er einungis heimiluð frá 18:00 á fimmtudegi til klukkan 18:00 á mánudegi.
Tjaldsvæðið á Herjólfsdal er opið eins og þurfa þykir.

VIP Tjaldsvæði á Þórsvelli 2022

VIP tjaldsvæðið er í um það bil 5 mínútna göngufjarlægð frá Herjólfsdal. Svæðið er vaktað allan sólarhringinn og enginn kemst inn nema vera með VIP armband

Aðgangur að VIP tjaldsvæðinu er 12.400 kr. pr. einstakling og 2.000 kr. pr. tjald.

Með hverri bókun þarf að greiða fyrir eitt tjald. Þess vegna er gott fyrir hópa að bóka sig saman í einni færslu. Ef hópur ætlar að vera með fleiri en eitt tjald er betra að greiða í tvennu lagi.

Þegar gestir mæta á svæðið þurfa þeir að gefa sig fram við tjaldstæðavörð á staðnum til að fá afhent armband.

Á svæðinu er bannað að vera með einnota grill og glerílát.

18 ára aldurstakmark.

Fyrir nánari upplýsingar sendið póst á logeehf@gmail.com eða hringið í síma 837-1300

SMELLTU HÉR til að bóka á VIP tjaldsvæði

 

Fjölskyldu tjaldsvæði við Þórsheimili

Í þjónustuhúsinu við tjaldsvæðið eru 4 salerni, 2 sturtur, þvottvél, þurrkari og snúrur auka ferðasalerna á neðra svæði. Rafmagn er til staðar fyrir tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi.

Smelltu hér til að skoða heimasíðuna hjá tjaldsvæðunum

Rent A Tent

Gestum Þjóðhátíðar gefst kostur á að leigja uppsett tjöld og allan aukabúnað af samstarfsaðila okkar Rent-A-Tent. Þjónustan hjá þeim virkar í raun eins og á hóteli, tjaldið bíður þín klárt ásamt bókuðum aukabúnaði við komuna til Vestmannaeyja og þú þarft aðeins að gefa upp nafn og sýna skilríki. Í lok hátíðar yfirgefur þú tjaldið þitt og starfsmenn Rent-A-Tent sjá um allan frágang.

Tjöldin frá Rent-A-Tent eru á afgirtu og vöktuðu svæði í Herjólfsdal þar sem hægt er að hlaða síma kostnaðarlaust. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar og bóka tjöld á heimasíðunni www.rentatent.is og senda fyrirspurnir á info@rentatent.is.