Tjaldsvæði

Tjaldsvæði í Herjólfsdal

Innifalið í miðaverði er tjaldstæði í Herjólfsdal.

Tjöldun á golfvellinum er einungis heimiluð frá 18:00 á fimmtudegi til klukkan 18:00 á mánudegi.

Tjaldsvæðið á Herjólfsdal er opið eins og þurfa þykir.

VIP Tjaldsvæði á Þórsvelli

VIP tjaldsvæðið er í um það bil 5 mínútna göngufjarlægð frá Herjólfsdal. Svæðið er vaktað allan sólarhringinn og enginn kemst inn nema vera með VIP armband

Upplýsingar um verð má finna á tix.is og parka.is

Á svæðinu er bannað að vera með einnota grill og glerílát.

18 ára aldurstakmark.

Fyrir nánari upplýsingar sendið póst á logeehf@gmail.com eða hringið í síma 837-1300

Smelltu hér til að bóka á VIP tjaldsvæði

Fjölskyldu tjaldsvæði við Þórsheimili

Í þjónustuhúsinu við tjaldsvæðið eru 4 salerni, 2 sturtur, þvottavél, þurrkari og snúrur auka ferðasalerna á neðra svæði. Rafmagn er til staðar fyrir tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi.

Smelltu hér til að skoða heimasíðuna hjá tjaldsvæðunum

Rent a Tent

Gestum Þjóðhátíðar gefst kostur á að leigja uppsett tjöld og allan aukabúnað af samstarfsaðila okkar Rent-A-Tent. Þjónustan hjá þeim virkar í raun eins og á hóteli, tjaldið bíður þín klárt ásamt bókuðum aukabúnaði við komuna til Vestmannaeyja og þú þarft aðeins að gefa upp nafn og sýna skilríki. Í lok hátíðar yfirgefur þú tjaldið þitt og starfsmenn Rent-A-Tent sjá um allan frágang.

Tjöldin frá Rent-A-Tent eru á afgirtu og vöktuðu svæði í Herjólfsdal þar sem hægt er að hlaða síma kostnaðarlaust. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar og bóka tjöld á heimasíðunni rentatent.is og senda fyrirspurnir á info@rentatent.is

Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar, til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum og til að bæta efni og birta viðeigandi markaðsefni.