Þjóðhátíð 2021

Tilkynning frá Þjóðhátíðarnefnd

 

Kæru Þjóðhátíðargestir

Eftir að Þjóðhátíð var aflýst á síðasta ári höfum við hjá ÍBV Íþróttafélagi unnið að því að skipuleggja glæsilegustu Þjóðhátíð sem sést hefur. Áætlanir stjórnvalda hafa verið mikill byr í seglin og gleður það okkur að tilkynna að ef þær áætlanir ná fram að ganga mun Þjóðhátíð 2021 fara fram í Herjólfsdal um Verslunarmannahelgina.

 

Miðasala mun hefjast á næstu dögum á dalurinn.is

 

Við hlökkum til að sjá þig í Herjólfsdal, þar sem lífið er yndislegt - á ný!

 

F.h. Þjóðhátíðarnefndar

Hörður Orri Grettisson

Deila á facebook