Forsala félagsmanna framlengd til 20. júní

 

Kæri þjóðhátíðargestur. Þjóðhátíðarnefnd vinnur nú að því í samráði við Almannavarnir að skoða hvort og þá hvernig mögulegt sé að útfæra hátíðina þannig að farið sé að ítrustu kröfum Landlæknis og heilbrigðisráðuneytisins vegna Covid-19. Af þeim sökum höfum við ákveðið að framlengja forsölu félagsmanna til 20. júní og stefnum á að gefa út leiðbeiningar um breytingu á miðum eða mögulega endurgreiðslu á sama tíma. Vonumst við til að geta tilkynnt fyrir þann tíma hvort og þá með hvaða hætti halda megi hátíðina 2020.

 

Þökkum ykkur kærlega fyrir biðlundina sem þið hafið sýnt okkur undanfarna mánuði

Deila á facebook