Foreign Monkeys, Daystar og Merkúr

Eyjapeyjar og pæjur sjá um að rokka upp hátíðina fyrir okkur þetta árið, hljómsveitirnar Foreign Monkeys, Daystar og Merkúr eru um margt ólíkar en skera sig óneitanlega úr varðandi tónlistastefnu hátíðarinnar. Eitthvað sem rokkararnir á hátíðinni kunna líklega vel að meta.

 
 

Fyrsta ber að nefna Foreign Monkeys sem sigruðu Músíktilraunir árið 2006 og reis mörgum að óvörum og til mikillar gleði aftur úr dvala í byrjun árs. Sveitin kemur fram á Brekkusviði Þjóðhátíðar aðfaranótt mánudags. Sendu þeir frá sér nýja plötu, Return í apríl sl. sú fyrsta frá sveitinni í 10 ár og hefur hún mælst mjög vel fyrir. Í tilefni af framkomu þeirra á Þjóðhátíð gáfu þeir nýlega út vel heppnaða ábreiðu af lagi Bjartmars Guðlaugssonar, Eyjasmellinum Nú meikarðu það Gústi.

Hér má finna Foreign Monkeys á Spotify

 

Nýjustu rokkstjörnur landsins, undraparið Nýu og Draugur, söngvarar hljómsveitarinnar Daystar munu koma í fyrsta sinn fram opinberlega í tengslum við Þjóðhátíð í Eyjum. Bæði á húkkaraballi á fimmtudegi, Tuborg tjaldinu strax eftir brennu og á Brekkusviði á laugardagskvöld. Ætla þau þannig að fylgja eftir frábærum viðtökum við fyrstu smáskífum sveitarinnar, Into The Light og Rise sem hafa rúllað grimmt á X977 síðustu vikurnar. Þetta er eitthvað sem EDM-Cyber-Metal-hausar landsins sem dregnir voru í lopapeysuútilegu mega alls ekki láta fram hjá sér fara

Hér má finnna Daystar á Spotify

 

Heimagerða Þungarokks hljómsveitin Merkúr er að koma fram í fyrsta skipti á þjóðhátíð og spila peyjarnir á tjarnasviðinu strax eftir brennu á föstudagskvöldinu

Hljómsveitin var stofnuð árið 2017 með það markmið að endurlífga þungarokks senuna í Vestmannaeyjum. Hafa þeir drengir komið víða fram það sem af er ári, meðal annars á goslokahátíð Vestmannaeyja í sumar.

Í desember í fyrra gaf Merkúr út sinn fyrsta EP Apocalypse Rising sem fékk góðar móttökur hér á landi og víðar. Hægt er að finna Apocalypse Rising á öllum helstu streymiþjónustum.

Hér má finna Merkúr á Spotify

 

Deila á facebook