Skráning hafin í söngvakeppni barna á Þjóðhátíð

Skráning í árlega söngvakeppni barna á Þjóðhátíð er hafin og fer fram á netinu nú eins og í fyrra. Foreldrar skrá börnin sín í gegnum Google forms og þurfa því að hafa google reikning til að framkvæma skráningu.

Óskað er eftir nöfnum keppenda og kennitölum þeirra sem og nafni og símanúmeri forráðamanns. Til að skráning teljist gild þarf að skila inn lagi annað hvort með að setja inn tengil á Toutube, Spotify eða aðrar tónlistarveitur. Einni er mögulegt að skila inn hljóðskrá.

Mælst er til þess að lagaval sé miðað við það að hefðbundin hljómsveit geti flutt lögin. Forráðamenn keppninnar áskila sér rétt til þess að óska eftir öðru lagi sé það ill framkvæmanlegt. 

Hljómsveit æfir með keppendum á fimmtudeginum fyrir Þjóðhátíð, 1.ágúst. Að lokinni skráningu verður haft samband við foreldra keppenda og keppendum útvegaður tími til æfinga umræddan fimmtudag. Mæting á æfingu er skilyrði fyrir þátttöku.

Skráning barna fædd 2006-2010
https://forms.gle/eJbEChyTgNL8PTgV6

Skráning barna fædd 2011 og yngri
https://forms.gle/AUfHWbF2XkZfWZu76  

 
Deila á facebook