Páll Óskar og Stjórnin

 

Risanöfn í íslenskri tónlistarsenu sem varla þarf að kynna fyrir nokkrum landsmanni. Ég fullyrði að það er enginn jafn góður í að mynda og halda uppi stemmningu á dansgólfinu og Páll Óskar og verður pottþétt ógleymanlegt að fagna sólarupprás á frídegi verslunarmanna undir ljúfum tónum Palla okkar en hann mun koma til með að loka hátíðinni þetta árið svo við búumst við dúndurfjöri allt til síðustu mínútu.

Stjórnin hefur aðeins komið einu sinni áður fram á Þjóðhátíð og það fyrir 20 árum svo það má líklega tala um einstakt tækifæri til að upplifa Stjórnartónleika í fallegasta tónleikasal í heimi. Eitthvað sem enginn aðdáandi Siggu og Grétars ætti að láta fram hjá sér fara.

 

 

Deila á facebook