Þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 2019 // Bjartmar - Eyjarós

 

Það er okkur mikill heiður að tilkynna að okkar maður; Bjartmar Guðlaugsson mun heiðra Þjóðhátíðargesti á kvöldvöku föstudags. Ekki nóg með það heldur hefur þessi mikli meistari fært okkur þann heiður að semja og syngja Þjóðhátíðarlagið 2019 sem fengið hefur nafnið Eyjarós og mun fara í spilun á næstu vikum. Bjartmar samdi síðast texta Þjóðhátíðarlags 1989 og því sannarlega kominn tími til, spurning hvort þetta eilífðarunglamb taki ekki bara strax að sér að semja lagið fyrir hátíðina árið 2049.

 

 

Deila á facebook