Spurt og svarað 2020

 Herjólfur 

 

Allar Herjólfsferðir á tímabilinu 30. júlí 2020-4.ágúst 2020 sem þú pantaðir á Dalurinn.is verður ekki hægt að nota á þessu tímabili.

Ef þú ákveður að flytja pöntunina þína yfir á Þjóðhátíð 2021 munu Herjólfsmiðarnir í pöntuninni flytjast yfir á sömu daga á næsta ári.

 

 Flytja miðann yfir á Þjóðhátíð 2021 

 

Hvernig flyt ég miðann minn yfir á Þjóðhátíð 2021?

Ef þú kýst að flytja Þjóðhátíðarmiðann þinn yfir á næsta ár og eiga þar af leiðandi aðgöngumiða á Þjóðhátíð 2021, þá ferð þú inn á „mitt svæði“ á Dalurinn.is og velur „Flytja pöntun á 2021“

 

Ef þú kýst að flytja aðgöngumiðann þinn yfir á næsta ár er öruggt að þú fáir aðgang að hátíðinni 2021 sem og sömu Herjólfsferðir sem þú áttir pantaðar í, í ár.

Dæmi: Ef þú átt pantaða Herjólfsferð á föstudegi kl. 15:00 í ár þá flyst pöntunin yfir á föstudag kl. 15:00 á næsta ári.


Fyrst og fremst ertu að sýna hátíðinni þinn stuðning á þessum erfiðu tímum með því að flytja aðgöngumiðann þinn yfir á næsta ár og gera okkur kleift að halda Þjóðhátíð 2021 jafn glæsilega og flotta eins og hún hefur verið undanfarin ár.

 

Hvað ef ég sé eftir því að hafa flutt aðgöngumiðann minn á næsta ár, seinna meir?

Ef þú kýst að flytja miðann þinn yfir á Þjóðhátíð 2021 en sérð svo eftir því eða kemst ekki hefurðu samband við info@dalurinn.is og við leysum það í sameiningu.

 

Hvaða miða er hægt að flytja yfir á Þjóðhátíð 2021?

Það er hægt að flytja allar pantanir yfir á hátíðina á næsta ári, þ.e. hátíðarpassa, þjóðhátíðarmiða og dagspassa.

 

 

Ég á dagspassa fyrir hátíðina í ár, get ég uppfært þann miða yfir í helgarpassa fyrir Þjóðhátíð 2021?
Til að byrja með munu dagspassar flytjast í sömu mynd yfir á næsta ár, þ.e. gilda sama dag og þú ætlaðir að nýta hann í ár. En þegar nær dregur Þjóðhátíð 2021 getur þú haft samband við info@dalurinn.is og uppfært miðann þinn yfir í helgarpassa.

 

Ávinningur minn til þess að flytja miðann minn yfir á Þjóðhátíð 2021?

Ef þú velur þann kost að flytja miðann þinn yfir á Þjóðhátíð 2021 þá ert þú með sömu pöntun á næstu hátíð og í ár en færð miðann á hagstæðara verði en verður í boði 2021. Herjólfsferðirnar verða þær sömu hafir þú verið með slíkar, en einnig verður möguleiki á að breyta þeim næsta vor.

 

 Endurgreiðsla að fullu eða hluta 

 

Hvernig fæ ég miðann minn endurgreiddann?

Ef þú kýst að fá miðann þinn endurgreiddan þá skráir þú þig inn á Dalurinn.is ferð inn í „Mitt svæði“ og ýtir á „Endurgreiðsla“.

Þar getur þú valið um hversu mikið þú villt fá endurgreitt, hvort sem það er öll pöntunin eða hluta úr pöntuninni og hinn hlutinn verður að styrk til ÍBV.

 

Hvað tekur langan tíma að fá endurgreiðsluna í gegn?

Það getur tekið allt að 4 - 6 vikur að fá endurgreiðsluna í gegn frá þeim degi þegar þú velur endurgreiðsluna.

 

Get ég fengið einungis Þjóðhátíðarmiðann minn endurgreiddan en haldið Herjólfsmiðunum?

Nei það er því miður ekki hægt. Annað hvort er öll pöntunin endurgreidd eða allur pakkinn verður fluttur og þar af leiðandi nothæfur á Þjóðhátíð 2021.

 

Miðinn minn er ekki skráður á mitt nafn. Hvað geri ég í því?

Einungis þeir sem að eru skráðir fyrir pöntuninni og borguðu hana geta fengið endurgreitt. Þannig ef þú ert með miða sem að annar aðili borgaði þarftu að hafa samband við hann og láta hann sækja um endurgreiðsluna.

 

 Aðgangsmiðinn minn verður að styrk til ÍBV íþróttafélags 

 

Ég er stuðningsmaður ÍBV og vill að aðgöngumiðinn minn á Þjóðhátíð 2020 verði að styrk til ÍBV, er það hægt?

Já það er hægt, þá skráir þú þig inn á Dalurinn.is og ferð inn á „Mitt svæði“ og velur „styrkja ÍBV um miðakaupin“. Ef þú gerir það þá færðu hvorki endurgreitt né flytur aðgöngumiðann þinn á Þjóðhátíð 2021.

Þessi stuðningur skiptir ÍBV mjög miklu máli á erfiðum tímum í rekstri barna- og unglingastarfs.