Nokkrir punktar

 
 
- Drónar verða ekki leyfðir í Herjólfsdal frá kl. 13 föstudaginn 4. ágúst til mánudagsins 7. ágúst. Nokkrir Drónar verða að störfum í Dalnum á vegum Þjóðhátíðarnefndar.
 
- Bekkjabílar á vegum Þjóðhátíðar munu ganga eftirfarandi leið
  Frá Herjólfsdal, niður Heiðarveg,  austur Strandveg, upp Kirkjuveg, fram hjá Goðahrauni og endar í Herjólfsdal. Á ákveðnum tímum mun hann fara öfugan hring.
 
- Almennar sætaferðir verða á eftirfrandi tímum - 
     Föst. frá Íþróttamiðstöðinni 13:45 og 14:15. Frá Dalnum 17:00 og 17:30
     Laug og sunn frá Íþróttamiðstöðinni 14:15 og 14:45. Frá Dalnum 16:30 og 17:00
 
- Sætaferðir fyrir þá sem eiga erfitt með gang - nauðsynlegt að vera búin að tryggja sér armband því þessi bíll fer alveg inn á innsta svæði
     Föst. frá Íþróttamiðstöðinni 13:45 og 14:15. Frá Dalnum 17:00 og 17:30
     Laug og sunn frá Íþróttamiðstöðinni 14:15 og 14:45. Frá Dalnum 16:30 og 17:00
 
- Hátíðin verður sett föstudaginn 4. ágúst kl. 14:30.
 
- Gert verður stutt kaffihlé á dagskrá hátíðarinnar föstudaginn 4. ágúst frá 15:15 til 15:45. Vonumst við til að það falli í góðan jarðveg.
 
- Fimleikafélagið Rán sem hefur verið hluti af dagskrá hátíðarinnar í all mörg ár við setningu hátíðarinnar verður nú með sína sýningu laugardaginn 5. ágúst.
 
- Barnadagskárin laugardaginn 5. ágúst hefst kl. 14:30 þar sem að Brúðubíllinn þarf að komast af Eyjunni kl. 16:00
 
- Talsmaður þjóðhátíðarnefndar er Jónas Guðbjörg Jónsson en með honum í nefndinni sitja
     Dóra Björk Gunnarsdóttir formaður
     Auðbjörg Halla Jóhannsdóttir
     Birgir Guðjónsson
     Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir
     Þröstur Jóhannsson
 
- Að lokum er hér hægt að kynna sé allar upplýsingar um gæslu hátíðarinnar og afstöðu félagsins gegn ofbeldi
 
Hlökkum til að sjá ykkur í Herjólfsdal á Þjóðhátið 2017
 
Þjóðhátíðarnefnd, starfsfólk og sjálfboðaliðar
Deila á facebook